Unnur fíólín
Somewhere, over the rainbow!
N ts n ts
Tyrklandsmyndir
Aðrar myndir
Dagný Halla
Eyþór
Auður Brá
Annalísa
Ísa-Dísa
Huldargh
Sunna
Sesselía
Theodóra
Hrafnhildur
Melkorka
Margrét
Steinunn
Auður
Sirrý
Jóna
Zoe
Ari
KIP
Olga
Keli
Ævar
Guðni
Andri Freyr
Andri Már
Rakel Kemp
Dagný Jóhanna
Kristín Helga
Þorleifur
Pétur Örn
Rígurinn
The Wedding!
Póllandsblogg
Ferðasaga frá Póllandi
Bekkurinn minn U-ið

Yeah, aha, aha
Flugheimur
Orðabanki
Veður
Boeing
Djangojazz
Robin Nolan Trio
George Washingmachine

Jáneineinei!



This page is powered by Blogger. Why isn't yours?

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Jæja, það er víst lítið um að vera hér í bili. Ég byrja í skólanum í dag klukkan tvö og líka á morgun, var ekkert í skólanum í gær og fer síðan í tvo fyrstu tímana á föstudaginn, sem er reyndar smá stílbrot á stundatöflunni.

En hvað um það, Ísland fattaði allt í einu í gær að það væri febrúar og það byrjaði að snjóa (hér á Norðurlandi). Nú er hins vegar mjög fallegt úti, ekki of mikill snjór, bjart, sól og vorlegt að flestu leyti. Nei, það var vorlegt áður en það byrjaði að snjóa.

Ég var að labba niðri í bæ um daginn og svo aftur daginn eftir um daginn-daginn og sá þar mjög merkilegan mann. Hann var eins og klipptur úr The Pianist (sem btw my lover og allt það leikur í), í síðum dökkgrænum ullarfrakka sem var mjór í mittið - tekinn saman eða hvað þetta nú heitir á pró-saumamáli, og hann var með húfu og svo var á upphandlegg hans (frakkans) merki, hvítt og ljósblátt merki, reyndar ekki gyðingastjarnan, en ég sá því miður ekki hvaða merki þetta var, eða mynd. Og hann var með mjög flott nef.
Mér fannst þetta svo merkilegt að ég elti hann.
Já daginn eftir þennan dag sá ég hann síðan rölta einan um bæinn og skoða í búðarglugga. Oh, þetta er svo frábært! Hver ætli þetta sé? Hvaðan er hann? Og hvað er hann að gera hérna?
Hann er örugglega frá Austur-Evrópu. Þetta er svo töff!
En ég er ekki með hann á heilanum, hann er jú alveg sætur, en ekki þannig sætur, (engar áhyggjur).
Það sem er svo töff er að það er til svona fólk ennþá og ég hef séð það! Einn af þeim a.m.k. Og með "svona fólk" meina ég fólk eins og frá seinni heimstyrjöldinni, fólk eins og einmitt í The Pianist, það er raunverulegt og vá maður. Ég er svo glöð!

Ég ætla að fara að spila á eitthvað hljóðfæri.

Unnur Birna 11:43 #


Comments: Skrifa ummæli


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
Hybrid Genesis.com
Myndir: Stock.XCHNG