
föstudagur, janúar 20, 2006
Som, Adrien Brody ER fallegur.
En hvað sem öðru líður þá er ég búin í líffræðiprófinu og ég ætla ekki í stjörnufræðipróf - eða "það-sem-við-ætlum-að-gera-með-X-bekknum-í-vor"-próf.
Ég fór í fyrsta trommutímann minn í gær og það er frábært að loksins láta langþráðan draum verða að veruleika. Það er furðulegt að sitja fyrir framan trommusett, með prik í höndum og hafa ekkert vald á því sem fyrir framan mann er. Nú ætla ég að breyta þessu og ná a.m.k. smá valdi á trommusetti. Allavega vita eitthvað um það og hvernig það virkar.
Ekki meir í bili, ég nenn'essu ekki.
Ram-ram! ;)
Unnur Birna 16:49 #

