föstudagur, janúar 06, 2006
Kettir geta líka myndast illa
Ég fann hérna nokkrar fyllibyttulegar myndir af köttunum mínum (Simba, Caruso (Dval), Nonna Bogga og Manna) til að sýna hvað þeir geta verið líkir fólki. Svona myndir sér maður oftast af ...fólki. Ekki köttum. En þar sem mínir kettir eru ekkert venjulegir þá er þetta ósköp eðlilegt allt saman. Önnur myndin er þó góð, þeir bræðurnir eru svo þrjóskir og alltaf að rífa ofninn af hvorum öðrum, og fann Caruso upp þessa aðferð: að leggjast ofan á bróður sinn þangað til hann hrekst í burtu. Fyrsta myndin er af Fredda, elskunni sem við sendum í fóstur vegna leiðinlegrar valdabaráttu milli hans og Simba (sonar hans), og eru þau Dagný Halla í stangast-á-leik. :)
Unnur Birna 19:53 #