mánudagur, janúar 23, 2006
Já maður.
Þetta er hún Barasta.
Hún er að syngja sitt síðasta í Vitaþáttunum vinsælu sem eru í stjórn Ævars Þoddn Benediktssonar, á RÚV. Hérna eru tveir síðustu þættirnir sem hún kom í :
11. janúar
18. janúar
Hún er mikil bullukolla.
Annars já, þá er ég að setja inn myndir frá mini-litlu-afmælisveislunni minni 11. janúar síðasta. (Aðrar myndir)
(Því miður hafði ég ekki ráð á að bjóða öllum sem ég þekki í þetta sinn, ég verð að halda upp á afmælið mitt í hollum, það komast svo fáir inn í stofuna mína! En já, ég hef s.s. ekki haldið upp á afmælið mitt síðan ég veit ekki hvenær. Minnir að ég hafi haft einhverja samverustund í 10. bekk, enda alltaf prófatíð í MA á þessum tíma. Afar óheppilegt.)
Vó, allt í einu fékk ég minningarskot í hausinn þegar ég var í heitum potti að búa til hringiðu með krökkum í fermingarfræðsluferðalagi (ofstuðlun af verstu gerð) á Löngumýri (Skaramýri).
Hvað sem öðru líður, þá er Adrien Brody alltaf jafn fallegur og nef hans í uppáhaldi.
Unnur Birna 20:29 #