mánudagur, janúar 02, 2006
Amma mín er sætust í heimi!
Spillingin hér á landi á, eins og maðurinn sagði, ríður ekki við einteyming.
Birgitta Haukdal og hennar líka frábæra hljómsveit var rétt í þessu að syngja:
"Í hátíðarskapi við erum öll í..."
Já, hér á landi á segi ég nú bara aftur.
Árinu 2005 er hér með formlega lokið, 2. sjálfur janúar kominn og amma mín á afmæli. Hún er tvítug, held ég. Eða hún lítur allavega út fyrir það!
Nú er maður að fara að lifa sína síðustu önn í Menntaskólanum á Akureyri, þ.e. ef við fáum að útskrifast í vor, samræmd stúdentspróf geta orðið fólki að falli! Nei, ég trúi því nú ekki ef heill árgangur í MA t.a.m. mætir ekki í próf. Þá verður einræðisflokkurinn nú aðeins að hugsa sig um. Að minnsta kosti einu sinni í viðbót.
Hvert skal halda eftir það veit enginn. FÍH skólinn kemur sterur inn ef staldrað skal við á Íslandi í svo sem eitt ár til viðbótar, en fer það mikið eftir því hvort Akureyrarbær vill styrkja. En ef maður vill stuðning frá þessum líka ágæta bæ þarf maður að vera í íþróttum. Menning og listir eru drepnar eins og mýfluga á súkkulaðiköku hérna. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands vill heldur ekki fólk af Norðurlandi til að spila í sér, nema stöku kennara, svo fær hún fólk úr Sinfóníuhljómsveit Íslands til að spila. Jebb! Og markmiðið er að efla upprennandi tónlistarmenn á Norðurlandi. Kemur. Ég myndi hafa áhuga á að spila í þessari líka ágætu hljómsveit, en svona rugl, segja eitt en gera annað fer alveg gersamlega algerlega í taugarnar á mér. Kemur, segi ég bara aftur.
Sinfóníuhljómsveit Íslands ætti að heita Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands að vera Íslands.
Eins og ég segi, spillingin hér á landi á.
Það spilltasta við Ísland er að við segjumst vera óspillt og vera lýðræðisríki, en það kemur nú eitthvað annað upp úr mollinum, ég meina dúrnum.
Sama hve margir mótmæla þá er öllu hrint í framkvæmd. Þetta er markmið einræðisflokksins og stjórnarinnar. Að gera bara nákvæmlega það sem þeir vilja. Alltaf allsstaðar og sama hvað er í húfi.
Allt í belg og biðu eins og vanalega, eins og stjórn þessa líka ágætis lands.
"Þessa líka ágætis" stendur ekki undir nafni. Æ. Kemur. Ég er farin.
En gleðilegt ár samt sem áður!
Unnur Birna 13:42 #