Unnur fíólín
Somewhere, over the rainbow!
N ts n ts
Tyrklandsmyndir
Aðrar myndir
Dagný Halla
Eyþór
Auður Brá
Annalísa
Ísa-Dísa
Huldargh
Sunna
Sesselía
Theodóra
Hrafnhildur
Melkorka
Margrét
Steinunn
Auður
Sirrý
Jóna
Zoe
Ari
KIP
Olga
Keli
Ævar
Guðni
Andri Freyr
Andri Már
Rakel Kemp
Dagný Jóhanna
Kristín Helga
Þorleifur
Pétur Örn
Rígurinn
The Wedding!
Póllandsblogg
Ferðasaga frá Póllandi
Bekkurinn minn U-ið

Yeah, aha, aha
Flugheimur
Orðabanki
Veður
Boeing
Djangojazz
Robin Nolan Trio
George Washingmachine

Jáneineinei!



This page is powered by Blogger. Why isn't yours?

laugardagur, desember 17, 2005

Jæja, góðan daginn.

Það er aftur orðið kalt, jólasnjór kominn, örugglega til að vera. Rígurinn er kominn út, finally, Mána DVD-inn frá tónleikunum í Höllinni 2004 kominn í verslanir og síðasta sýning Ósýnilega kattarins sem sýndur er í MA er í kvöld.

Horfði á Ríginn í gær með nokkru vel völdu Rígsfólki, mjög skemmtilegt, ég auðvitað í einhverju fáránlegu kasti í viðtali við leikarana og já, ég hata pilsið sem ég þurfti að vera í á sýningum. Sjái þeir sem sjá geta.

Mánamyndin super-cool (koffín kúl), faðir minn fórnar barninu sínu í það að spila hluta úr íslenska þjóðsöngnum í laginu 'Seinni heimsstyrjöldin' - en maður getur átt það á hættu að vera kærður fyrir að níðast á þjóðsöngnum. Þetta var nú ekkert níð samt, en það er ágætt að eiga börn svona til fórnar. Þetta er sem sagt heimildarmynd, ef svo mætti kalla, um æfingaferli Mána og Mánabarna er hituðum við upp fyrir rokkhljómsveitina Deep Purple sem kom hér í júní 2004.

Ósýnilegi kötturinn er bráðfyndið leikrit og hljómsveitin alveg undursamleg auðvitað. Heitir þessi hljómsveit Orgia og samanstendur af frábæru tónlistarfólki, þ.á.m. mér. Nei haha, jú reyndar er ég í hljómsveitinni en æ, jú, við erum nú alveg ágæt held ég bara. :)
Mæli með þessari sýningu, en úps! Síðasti séns í kvöld.

Nú er ég að fara niður í Tónrækt þar sem verður uppskeruhátíð, kl. 16-17 í dag. Nemendur spila og syngja, léttar veitingar bornar á borð og fleira skemmtilegt.
Best að fara niður og undirbúa þetta alltsaman.

Yfir og út og suður!

Unnur Birna 12:51 #


Comments: Skrifa ummæli


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
Hybrid Genesis.com
Myndir: Stock.XCHNG