laugardagur, desember 10, 2005
Góðan daginn, ég hata Landsbankann.
- er ný "heilsa" sem mun nú taka gildi í öllum orðaskiptum mínum við menn og dýr.
Já, það er nú ekkert gott við banka. Þeir eru byggðir og stjórnaðir af SKRATTANUM!!! og gera ekket gott í heiminum og sérstaklega ekki á Íslandi.
Það á að handaka alla þessa glæpamenn sem gera ekki annað en að plata mann og pretta.
Ég ætla að skrifa hér eitt dæmi.
Sko, um daginn þá fékk ég bréf send heim þar sem tilkynning um það að ég hefði tekið út af debetkorti mínu án þess að eiga innistæðu, sem ég hélt að væri ekki hægt. Heimsk ég.
750 krónur þarf maður að borga ef slíkt gerist.
Ok. Ég hringdi, grautfúl, í heilhveitis ananas LandsbankaÓGEÐSVIÐBJÓÐINN -úps, afsakið, klofinn persónuleiki, ég hringdi s.s. grautfúl í Landsbankann og spyr hvað þetta sé nú. Kellingin sem ég tala við getur ekki komið því út úr sér hvar eða hvenær þetta gerðist og segir svo að þetta séu 2315 kr. sem ég skulda.
En á blaðinu sem ég fékk heim stendur 2018 kr.
Segi ég þá alveg á barmi þess að springa úr bræði: "Þannig, að ef ég hefði borgað þetta þegjandi og hljóðalaust það sem stæði á blaðinu þá væri ennþá þessi 300 kall eftir sem myndi þá safna sektum (750 kr.)?"
"Ehhh.. já." segir kellingin.
"Bíddu, reiknast þessir vextir á mínútufresti eða hvað?!" segi ég.
"Ehh... segi það nú kannske ekki..." svarar kerling.
Ok. Ég ákveð að fara inn á heimabankann minn (KB) og borga þetta ógeð. Svo ætla ég að láta loka kortinu.
Ætli ég fái þá ekki bréf í gær þar sem stendur að ég skuldi 3078 krónur! Og þá héldu þessar ógeðslegu glæpahýenur að þeim hafi tekist að plata mig, en NEI! ég borgaði og þessi árans 300 kall var farinn!!
Ef þetta verður ekki leiðrétt og ég látin borga 5000 kall í einhvern fjandann sem ég veit ekkert hvað er þá lögsæki ég þessi heilhveiti og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma þessu á hausinn öllu saman svo þetta hætti að pretta og pína fólk. Hvað verður svo um fólk sem er mjög fátækt og lendir í svona? Það fer á hausinn og þetta viðbjóðslega glæpafyrirtæki fær alla þeirra peninga!
Bölvaðir séu bankar og fari þeir allir aftur til fjandans.
Urr.
Blessað sé samt gott fólk og megi það lifa hamingjusömu og heilbrigðu lífi.
Unnur Birna 15:30 #