Unnur fíólín
Somewhere, over the rainbow!
N ts n ts
Tyrklandsmyndir
Aðrar myndir
Dagný Halla
Eyþór
Auður Brá
Annalísa
Ísa-Dísa
Huldargh
Sunna
Sesselía
Theodóra
Hrafnhildur
Melkorka
Margrét
Steinunn
Auður
Sirrý
Jóna
Zoe
Ari
KIP
Olga
Keli
Ævar
Guðni
Andri Freyr
Andri Már
Rakel Kemp
Dagný Jóhanna
Kristín Helga
Þorleifur
Pétur Örn
Rígurinn
The Wedding!
Póllandsblogg
Ferðasaga frá Póllandi
Bekkurinn minn U-ið

Yeah, aha, aha
Flugheimur
Orðabanki
Veður
Boeing
Djangojazz
Robin Nolan Trio
George Washingmachine

Jáneineinei!



This page is powered by Blogger. Why isn't yours?

föstudagur, desember 02, 2005

Þá er hin stórkostlega og jafnframt síðasta árshátíðin mín búin. Hún var í gær.
Ég leiddi hinn ástkæra Hafliða inn í salinn, og var það ansi mikil stemmning, manni leið eins og við öll í 4. bekk værum að fara að gifta okkur eða eitthvað, Sigurður Helgi spilaði Evrópu-lagið í slómó meðan við við gengum inn, og ég beið eftir að sjá risastóran prest við sviðið. Allir í salnum stóðu upp og klöppuðu þegar við gengum inn og gengum inni og var að afskaplega hátíðlegt.

Ég gerði mér aftur á móti ekki grein fyrir því hversu athyglissjúk ég virtist vera fyrr en ég var búin að hlaupa inn í búningsklefa og ná í fiðluna mína og spila á-staðnum-lesinn-dinner með Sigurði Helga (sem er b.t.w. maður helgarinnar), hlaupa aftur inn í búningsklefa og ná í Minni karla-ræðuna og upp á svið að flytja hana, setjast svo niður og halda að ég ætti frí, en þá kom Valgerður hlaupandi og dró mig inn í búningsklefa þar sem ég var rifin úr þjóðbúningnum og hárið á mér túperað og uppspennt á u.þ.b. 2 mínútum - og þá hlupum við út á gólf og dönsuðum brilliant Riverdance, eftir það flýtti ég mér aftur í þjóðbúninginn sem var heldur óhefðbundinn þó, setti skotthúfuna á hausinn og fór fram, settist - náði að horfa á skaupið og svo tók ég á rás með fiðluna í annarri og jackinn í hinni upp á svið og spilaði með hljómsveitinni sem spilar undir verk LMA í ár, - Ósýnilega köttinn.
Mér leið eins og hálfvita, í þjóðbúning með skotthúfu að spila Queen og smá part úr Eye of the Tiger. Svo ó-kúl maður, -maður *gelgj*!

Árshátíðin var samt alger snilld, Milljónamæringarnir og Páll Óskar í suðrænni sveiflu, svo tók Palli skralli-ð og þeytti skífum í hléi og eftir suðrænu sveinana. Ég fíla samt ekkert svaka svona dídjei stand, en það er nú allt í lagi svona endrum og eins.

Í dag er ég alls ósofin, því ég fékk AFTUR hálsbólgu, var með svívirðilegan sting í hálsinum í alla nóttm gat ekki andað og sofnaði ekki fyrr en upp undir 6-leytið. OH, vibba kvef ógeð sem ætlar aldrei úr mér.

Ég er samt über-mega-ofur-ánægð með kvöldið, tók laglegar sveiflur með Sigurði Helga (að sjálfsögðu), Ó. Hauki Olgu, Alberti ofurdansara, Baldri gítarsnilla, Ævari ævarandi og ég veit ekki hverjum og hverri. Oh... það verður erfitt að kveðja þetta líf...

Alltof langt í þetta sinn.
Ég.

Unnur Birna 19:18 #


Comments: Skrifa ummæli


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
Hybrid Genesis.com
Myndir: Stock.XCHNG