fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Kennslurán
Kennslu rán er ný tegund rána og afskaplega skemmtilegt fyrir kennglaða* nemendur.
Kennslurán snýst um að ræna kennslustundinni af kennaranum sem er að kenna og byrja að kenna sjálfur.
Rétt eins og annarskonar rán þarfnast kennsluránið tilbúnar áætlunar, t.d. hvort taka eigi að kennarann sem gísl og kenna honum (um) allt, eða reikna hann út. Úr stofunni þá væntanlega.
Kennslurán er líka hægt að fremja öðruvísi. Stundum er kennarinn þáttakandi í kennsluráninu - lætur nemendur bókstaflega ræna kennslustundinni, t.d. með því að láta þá flytja fyrirlestur. Ég var einmitt að koma frá þannig löguðu kennsluráni.
Ég var að hugsa um að fremja íþróttakennslurán nú eftir 20 mín til að sleppa við píptestviðbjóð, en í síðasta tíma var framið kennslugagnarán, og var þá píptest-spólunni rænt. Var hún flutt af vettvangi og henni eytt, vona ég.
*nemendum sem finnst gaman að kenna
Unnur Birna 11:48 #