þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Jesús minn. Ég hef bara ekkert að segja!
Jú, löng helgi liðin, hún var degi lengur hjá mér, því svp var ekki og eini tíminn minn var íslenska í dag. Og íslenskukennarinn ekki á svæðinu.
En það er ekki það sem ég vil tala um, ég get ekki ímyndað mér leiðinlegra drasl en að lesa hvað er að gerast í lífi hjá ókunnri manneskju einhversstaðar úti í bæ, sama hvort maður þekkir hana eða ekki.
Gulrætur eru góðar.
Gáfumannatal... já. Já! Gísli Marteinn var ekki kosinn! Það bætir þó ímynd sjálsfstæðismanna ekkert, hahh, þeir eru alltaf jafn krimmalegir og vanalega þótt Gilli Milli sé ekki í valdastöðu. Það er alltaf sama einokunar- og einkavæðingarattitúdið hjá þessu liði, menntamálaráðherrar alltaf í ruglinu og svo framvegis og svo framvegis.
Já, og í sambandi við samræmd stúdentspróf og styttingu náms til stúdentspróf! Ég veit ekki hvert þetta land er að stefna, Þorgerður Katrín í ruglinu, breytingaglöð, en vá! Hvers konar breytingar eru þetta?
Svo er hugsunarhátturinn hjá henni svona: Ef þú ert stjórnmálamaður sem getur ekki tekið erfiðar ákvarðanir með alla á móti þér, þá áttu að fara í eitthvert annað starf.
Já, þetta er nú bara nákvæmlega það sem stjórnmálamenn hafa verið að gera undanfarið, taka ýmsar ákvarðanir sem allir eru á móti. Þeir eru greinilega í rétta starfinu. En hva, eigum við ekki bara að fá einræðisherra til að drottna yfir okkur og hætta öllu veseni? Þá getur enginn mótmælt, tja, bara eins og í dag... en þeir sem mótmæla verða kannske hengdir, já, er ekki landið betur sett án mótmælenda? Þá geta stjórnvöld, ég meina einnræðisherrann, gert allt sem þeim, honum, sýnist án nokkurrar mótspyrnu. Er það ekki draumur Íslendinga, að láta einhvern sjá um allt fyrir sig, fylgja bara straumnum?
Ef maður talar um að mótmæla einhverju fær maður alltaf sama svarið:
"Æh, iss, þetta breytist hvort eð er ekkert, þeir eru búnir að taka þessa ákvörðun og það breytir því ekkert hvort ég sé að mótmæla eða ekki."
Viljum við hafa þetta svona? Er ekki kominn tími til að breyta aðeins stjórnvaldaattitúdinu og hugsunarhætti "undirglaðra" Íslendinga? (þ.e. Íslendingar sem beygja sig undir allt).
Lifni byltingin!
Unnur Birna 20:00 #