fimmtudagur, október 27, 2005
Oh. En skemmtilegt. Ég var einmitt að hugsa í gær hvað þetta væri nú fullkomlega reddaður dagur.
Ein stelpan sem ég er að kenna á fiðlu kemst ekki í dag. Þá hugsaði ég að ég gæti farið á Muninsfundinn merkilega sem er á sama tíma. Þaðan færi ég svo á æfingu fyrir tónleika sem eru klukkan 6.
En nei.
Ég er fokking lasin.
Með hita.
Og enn meira kvef en ég er búin að vera með síðasta mánuðinn. Ég er búin að vera með heilhveitis kvef síðan ég kom frá Tyrklandi! Krónískur heilhveitis ananas.
Fari það ölvað.
Thoh. En maður verður bara að taka þessu eins og hverju öðru og bíða eftir að þetta líði hjá. Oh.
En ég er að klára að setja inn Tyrklandsmyndirnar, kann samt ekkert á þetta drasl þannig að þetta kemur einhvernveginn út.
Svo ætla ég líka að setja inn myndir frá því við Ævar skiptum um dekk á Citroëninum og frá sumarbústaðaferðinni okkar.
Já. Svo þarf að klára Sjálfstætt fólk, læra í erfðafræði og læra að reikna í stjörnufræði. Meiri vitleysan þessi stjörnufræði. Hélt að við myndum læra eitthvað annað en formúlur fyrir fjarlægðir stjarna. Piff.
En hættum nú þessu voli, ég þarf að halda áfram að vera veik, hef ekki nógu mikinn tíma til þess.
Unnur Birna 14:35 #