miðvikudagur, október 12, 2005
Æ, æ, æ, og óóó!
Það eru allir að vinna í því að láta mig sko alls ekki vera með í félagslífinu í skólanum í vetur. Verður í fyrsta lagi eitthvað félagslíf í skólanum í vetur??
Sko, í öðru lagi, þá er kórinn búinn að taka staðlaða sýningartíma LMA (leikfélagsins) til að sýna Jesus Christ Superstar, þá verður LMA að sýna fyrir áramót og láta tvær stelpur (sem eru btw ekki leikstjórar) leikstýra. Fyrir utan það, þá verður leiklistarnámskeiðið núna um helgina, akkúrat þegar ég er að spila með Mánum á Broadway á föstudaginn (klukkan 23) og kem ekki heim fyrr en á sunnudaginn. Þannig að það er borin von fyrir mig að fara á þetta námskeið sem annars hefði verið fjör...
Svo verður að öllum líkindum ekkert Morfíslið!
Grenj grenj og aftur grenj. Ég veit ekki hvað ég á að gera eiginlega. Ekki nema að klára að skrifa bækur og gefa þær út, búa til lög og gefa út disk, æfa mig á píanóið, læra í hljómfræði, æfa mig á fiðluna, lesa Sjálfstætt fólk og bíða eftir erfðafræðibókinni. Ekkert smá nördalegur vetur maður.
Jú, og leika Baröstu í Vitanum á Rás 1 á miðvikudögum klukkan 19.
Jæja, nóg af nöldri í bili. Eins gott að ég byrjaði ekki að tala um veðrið og þetta hvíta sem er út um allt. (Akureyri er rykfallin).
Ég vil vekja athygli á því að ég var ekki að auglýsa nokkurn skapaðan hlut hér í þessari færslu.
Gleðilegt nöldr.
Unnur Birna 22:55 #