Unnur fíólín
Somewhere, over the rainbow!
N ts n ts
Tyrklandsmyndir
Aðrar myndir
Dagný Halla
Eyþór
Auður Brá
Annalísa
Ísa-Dísa
Huldargh
Sunna
Sesselía
Theodóra
Hrafnhildur
Melkorka
Margrét
Steinunn
Auður
Sirrý
Jóna
Zoe
Ari
KIP
Olga
Keli
Ævar
Guðni
Andri Freyr
Andri Már
Rakel Kemp
Dagný Jóhanna
Kristín Helga
Þorleifur
Pétur Örn
Rígurinn
The Wedding!
Póllandsblogg
Ferðasaga frá Póllandi
Bekkurinn minn U-ið

Yeah, aha, aha
Flugheimur
Orðabanki
Veður
Boeing
Djangojazz
Robin Nolan Trio
George Washingmachine

Jáneineinei!



This page is powered by Blogger. Why isn't yours?

mánudagur, október 24, 2005

KVENNAFRÍDAGURINN

Konur til hamingju með daginn!

Ótrúlegt að við skulum þurfa að gera þetta enn þann dag í dag, fara og berjast fyrir jöfnum launum. Það er árið 2005!

Ég fór niður í bæ í dag með mömmu og Dagnýju. Mikill fundur var haldinn í Sjallanum (sem var skandall, því helmingur fólksins komst ekki fyrir þar. Fólk er svo vant því að Akureyringar, Norðlendingar, Íslendingar mæti ekki á mótmæli, baráttusamkomur o.þ.h. og hefur því ekki búist við svo miklum mannfjölda.)

Frábært að sjá svona margt fólk!!

Það er samt eitt sem ég skil ekki. Það er viðhorf margs fólks til femínista. Ef maður spyr: "Ertu femínisti?" þá er svarið: "Nöhauts, ég er sko enginn femínisti! ...en ég er samt jafnréttissinni."

Þetta er eins og að segja: "Ég er ekki jafnréttissinni, en ég styð samt jafnrétti." eða: "Ég er ekki kvenréttindasinni, en ég er samt jafnréttissinni."

Ég held að fólk sé að misskilja femínistafélagið og femínista dálítið. Viðhorfið er ekki að láta konur verða yfir öllu og hærra launaðar en karlar, eiga allt og ráða öllu, heldur að þær fái að vera jafnar körlum.

Svo ég komi nú inn á "þetta bölvaða femínistavæl" þá viðurkenni ég jú, að stundum er verið að kvarta yfir smámunum, en þessir smámunir geta haft áhrif á baráttuna. Margt smátt ...
Svo síast þessi atriði inn í hausinn á krökkum, þetta vindur upp á sig og ekkert gerist.

Ég vona samt að 30 ára afmæli kvennafrídagsins hafi áhrif, þetta sé ekki bara svona í dag og svo fari allt í sama horf á morgun. Baráttuhugur á að haldast í fólki og baráttan að halda áfram þangað til takmarkinu er náð!

Áfram stelpur!

Unnur Birna 18:53 #


Comments: Skrifa ummæli


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
Hybrid Genesis.com
Myndir: Stock.XCHNG