föstudagur, október 07, 2005
Kötturinn stendur á öskrinu, Freddi sko. Hann er finnskur og er yfirleitt mjög þögull en tekur stundum svona köst og mjálmar þá alveg eins og hundrað manns, ehm.. katts, og vá hann vandar sig svo! Það er alveg: "Mjaa-á!" "M-é-á"
Bíddu.. ok. Hann fer hérna út á svalir og öskrar, ég kem og hann stekkur niður og kemur inn. Ég halla hurðinni. Hann vill út aftur. Og nákvæmlega þetta gerist aftur. Bíddu, nú kom hann inn og hljóp á harðaspretti niður stigann! Og nú kemur hann aftur, fer út á svalir ... kemur inn... Og hleypur á hundrað niður stigann!! Er þetta endalaust deja vu hérna eða er þetta alvöru endurtekning?!
Hvað er að kettinum?
Jú, hann vill fara út.
Annað já, ég er að fara að spila á "Herra Norðurland" á morgun.
Af hverju eru haldnar svona keppnir?
Unnur Birna 13:32 #