miðvikudagur, október 05, 2005
Jæja, þá er kominn miðvikudagur og ég veit ekki ennþá hvað skal segja.
Nei, ég segi svona.
Við Ævar fórum í stúdíóið (RÚV) í hádeginu og tókum upp fyrsta Baröstuþáttinn, en Barasta er stelpa sem kemur stundum í Vitann, barnaþáttinn sem Ævar sér um. Það var alveg voðalega gaman og Barasta barasta í stuði!
Já og svo er ég að fara í hljómfræði óóójá.
Svo ætla ég að setja hérna inn mann dagsins.
Maður dagsins í dag er Sigurður Helgi Oddsson. :)
Unnur Birna 14:28 #