föstudagur, september 16, 2005
Þá er maður kominn næstum heill heim. Brákaði ökklann og er með Tyrkjabit og ósjáanlegt geitungabit. Tyrkjabitið sést meira.
Þessi ferð var samt alger snilld og ótrúlega skemmtileg. Ég er fúlegg ferðarinnar, 24-falt fúlegg, en ég hlaut þann titil er við Ása og Andri Freyr tókum heila nótt í það að spila Idiot uppi á svölum hjá mér.
Það var samt svo gaman að kynnast nýju fólki, og fólki sem ég hafði ekki einu sinni augum litið í skólanum og hafði ekki hugmynd um að væri í skólanum.
Alltaf gaman að kynnast nýju fólki!
Ég býst við þvi að ég skrifi ferðasögu fljótlega, en ég er ekki ég góðu tómi til þess núna. Þótt ég væri búin í skólanum klukkan tíu. Eins og alla föstudaga. Ég er s.s. bara í tveimur fögum, (fyrir utan hræðilegar íþróttir), - íslensku og stjörnufræði. Níels í M5! Unaður svo mikill!!
En já, ég held að íþróttafóbía mín sé að þróast út í krónískan sjúkdóm. Ég fór í íþróttir í gær og við gerðum ekkert annað en að tala um hvað ætti að gera í vetur, og fyrsta hugsunin sem kom upp í huga mér var: "Ok. Skjótið mig, núna."
Svo hræðilegt! Af hverju eru íþróttir kenndar í framhaldsskólum í fyrsta lagi? Hver er megintilgangur íþróttakennslu í skólum almennt? Hver er tilgangur
íþrótta yfirhöfuð? Úff, ég er svo innilega hneyksluð á þessu öllu saman.
En nú er maður kominn í 4. bekk! Og við eigum skólann, svo mikið. Allan skólann!!
AHHmúhahahammmeð! nei segi svona bara sko ahhhh dahh... Æ, jeminn eini. Gelgjan er að ná yfirhöndinni... Dah, OMG NEIII!!!! Hjálp. Nú er ég farin *byrjar að syngja* já neineinei, bless áður en eitthvað hræðilegra gerist!
Unnur Birna 14:15 #