
miðvikudagur, ágúst 03, 2005
Jæja, verslunnarmannahelgin búin, nenni ekki að tala um hana, en hún var alveg skemmtileg. Borðaði tvisvar sinnum Candy Floss, sem er hræðileg uppfinning. Hvílíkur viðbjóður, en samt étur maður þetta eins og maður eigi lífið að leysa.
Sykur, sykur!!!
Hvernig fannst fólki annars um helgina? (ojojoj hvað þetta er ógeðslega ljót spurning)
Oh, já. Ég gleymi Rettu Feitu. Oj, hún á ekki skilið að vera skrifuð á blogginu mínu. En ef einhver sér litla, feita, stuttklippta, ljóshærða, og samanþjappaða sígaretturuglu sem blæs sígarettureyk framan í ykkur þegar þið eruð búin að tala um það lengi að þið þolið ekki sígarettureyk og hafið ofnæmi fyrir honum, þá er það Retta Feita. Hún mun að öllum líkindum reykja tvær sígarettur þegar þið standið í samanþjöppuðum hóp, og geyma rettuna uppi í andlitinu á ykkur og blása blásýrureyknum upp í ykkur. Retta Feita í hnotskurn.
Póllandsfundur var í gær, ohh... eins gott að það verði sætir Rúmenar þarna. Með svona nef.
Jæja, ég hef komist að því að ég röfla bara og rífst á blogginu mínu. Það er ekker meira pirrandi. En, hvar á maður að skrifa þakbankana sína og pólitískar og ópólitískar skoðanir? Þegar maður er að pirrast á heimskulegum ríkisákvörðunum, spillingu og veseni þá finnst mér allt í lagi að láta það í ljós. Því það er alltaf einhver sammála manni. Sumir reyndar þora ekki að segja sínar skoðanir, en bara aumingja þeir.
Vá hvað ég er leiðinleg!
En Emelíönu Torrini-tónleikarnir voru frábærir, þótt hún mætti þremur korterum of seint.
Unnur Birna 12:36 #

