þriðjudagur, ágúst 30, 2005
Þá er það Tyrkland á morgun. Mér var líka að bjóðast Austurríkisferð, á leiklistartengt námskeið, youth leaders, svipað eins og ég var úti í Póllandi. EN því miður er þetta akkúrat 2.-11. september, þegar ég er í Tyrklandi! Ævari bauðst þetta líka og ætlar að reyna að komast.
Er að klára að pakka, get ekki pakkað öllu fyrr en í fyrramálið. En þetta verður vonandi vel heppnuð og skemmtileg ferð, glætan spætan að ég hangi með fyllibyttum í sundlaugargarðinum. Maður verður nú að fara í gönguferð og skoða eitthvað merkilegt og kynnast aðeins menningu landsins. Í þessum ferðamannabæ. Kannske maður læri eitthvað inn á franska, íslenska, þýska eða aðra vestræna menningu meðan maður er þarna. Neh, það hlýtur að vera smá eftir af því tyrkneska þarna...
Já, þetta er nú bara grín, en enginn veit sína ferð fyrr en heim er komið.
Tónræktin er að flytja í Amaro-húsið á 5. hæðina, hin fullkomna æfingaraðstaða fyrir mig.
Jebbs, sá Örn Þór niðri í MA áðan, hann er ekkert að fara! Hvaða vitleysa.
Nú fer ég og skrifa einn fornsagnaþátt.
Unnur Birna 15:49 #