Unnur fíólín
Somewhere, over the rainbow!
N ts n ts
Tyrklandsmyndir
Aðrar myndir
Dagný Halla
Eyþór
Auður Brá
Annalísa
Ísa-Dísa
Huldargh
Sunna
Sesselía
Theodóra
Hrafnhildur
Melkorka
Margrét
Steinunn
Auður
Sirrý
Jóna
Zoe
Ari
KIP
Olga
Keli
Ævar
Guðni
Andri Freyr
Andri Már
Rakel Kemp
Dagný Jóhanna
Kristín Helga
Þorleifur
Pétur Örn
Rígurinn
The Wedding!
Póllandsblogg
Ferðasaga frá Póllandi
Bekkurinn minn U-ið

Yeah, aha, aha
Flugheimur
Orðabanki
Veður
Boeing
Djangojazz
Robin Nolan Trio
George Washingmachine

Jáneineinei!



This page is powered by Blogger. Why isn't yours?

laugardagur, júlí 09, 2005

Jæja... þá er ég komin heim. Mikið andlegt og líkamlegt álag varð til þess að ég gat ekki spilað með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, en ég fór á eina æfingu og veiktist síðan. Ég var s.s. farin í bæinn og ætlaði að gista hjá bróður afa. En amma og afi komu og sóttu mig og fóstruðu mig á Selfossi. Það var nú gott, að vera á heilsuhæli hjá settinu.
Þarna fór önnur vika að heiman.

Ég vona að ég geti verið lengur en í 2 daga heima og án þess að þurfa að hendast milli landshorna í erindagjörðir. En þetta er lífið sem mig langaði svo að lifa...
Maður verður bara að passa að nærast og sofa, sem ég hef ekki gert í rúman mánuð og sést það á manni og finnur maður það greinilega, enda varð ég veik! Ji, og þetta var engin týpísk veiki, hef ekki fengið svona áður. Vonandi aldrei aftur. Aldrei. Nei.
...

Ég fór upp að Kárahnjúkum um daginn og hitti skyrslettukonuna, en frændi minn hann Óli Palli er forsprakki tjaldbúðanna (og skyrsins). Baráttuætt!
Mér finnst hræðilegt að standa uppi á fjalli sem verður sökkt og það mun aðeins sjá smá í topp þess. Ógeðslegt að hlusta á hljóð eyðileggingarinnar í vélunum, ég get svo svarið það, ég heyrði náttúruna öskra.

Við settumst við lítin læk og borðuðum nestim fórum með ljóðið sem mamma samdi um hryllinginn og horfðum á fagran foss sem reyndar hafði fengið sinn vott að eyðileggingu, en það er allt í lagi, þessu verður öllu sökkt hvort eð er. Fyrir álver, sem virðist vera aðalútflutningsvara Íslendinga, þ.e.a.s. álið. Jújú, þetta er allt í lagi, skapar atvinnu fyrir Íslendinga, af því að Íslendingar vilja svo mikið vinna í álverum. Ég skil ekki af hverju það er ekki búið að sökkva öllu landinu bara og búa til eitt risastórt álver fyrir alla landsbúa. Byggja álver utan um allt liðið, sökkva afgangnum. Þá fyrst myndi aðalgæinn í útlöndum græða eitthvað á þessu.
Og þetta finnst Íslendingum allt í lagi. - Ja hva, þetta er bara hálendi, það fer enginn þarna. Þetta er forljótt og heimskar gæsir eitthvað að verpa þarna og hreindýr þykjast eiga landið. Já, hverju skiptir það þótt heiðargæsa- og hreindýrastofninn minnki um helming? Það kemur ekki sauðheimskum almúganum við, hvað þá fínu ráðherrunum sem kaupa gæsir og hreindýr þegar búið er að búta þau niður og reyta. - Þótt ég fái ekki hreindýr á hverjum degi, það skiptir svo sem ekki miklu, svo lengi sem ég fæ álpappír utanum grilluðu kartöflurnar.

Mér finnst hneyksli að Íslendingar skuli ekki hugsa aðeins út í það hvað þeir eru að gera með þessum framkvæmdum sínum, allt þetta fyrir ÁLver. Ég meina, ál verður útrunnið eftir nokkur ár og komandi kynslóðir eiga eftir að fordæma. Núverandi kynslóðir fordæma þetta líka.
Útlendingar með fullu viti horfa á Íslendinga og spyrja sig hvað þeir eru að hugsa, sjálfir nýbúnir að harðneita álverssmíði í sínu landi.
Hinir ríku og gráðugu útlendingarnir horfa á náttúru Íslands með dollaramerkið í augunum - Förum til Íslands og sprengjum upp landið og sökkvum því og byggjum yfirþyrmandi mengunarverksmiðjur! Íslendingarnir segja já við öllu, sérstaklega ef við segjumst vera Ameríkanar.

Hneyksli segi ég og ekkert annað. Ég skal sletta skyri, tjalda uppi á Kárahnjúk 1, henda eggjum í alþingishúsið og bara nefndu það, til að mótmæla þessu. Finnst mér að fólk ætti að koma saman uppi á hálendinu þarna um leið og vatninu verður hleypt inn, búa til langa röð og krækja olnbogunum saman. Þá er erfiðara fyrir lögregluna að bera mann í burtu með ofbeldi, sem er víst aðalúrræði allra manna í dag.

Unnur Birna 17:56 #


Comments: Skrifa ummæli


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
Hybrid Genesis.com
Myndir: Stock.XCHNG