miðvikudagur, júní 01, 2005
Sumarfrí sumarfrí sumarfrí!
Ég var búin í prófum daginn eftir að þau byrjuðu og hvílíkur unaður!
Skólaslit tónó voru síðan í gær og óvæntur gestur birtist þar, maður sem sagðist ekki ætla að koma af því að ég bannaði það. En mætti hann þá ekki á svæðið!
Júní verður alger ferðamánuður, nú þarf ég að fara suður og spila á plötunni hans Labba, 1. fiðlu, 2. fiðlu og víólu. Læra c-lykilinn!
10.-12. júní verður síðan sinfóhelgi í Mývatnssveit, 200 manna kór og Messías eftir Händel.
15.-22. júní förum við Ævar síðan á námskeið í kvikmyndaleik á Ísafirði hjá Herra Hilmari Oddssyni, leikstjóra.
Ég hef það ekki lengra í þetta skiptið, ég held að ég sé að fá eitthvað í hálsinn.
-Ekki að það sé ástæðan fyrir því að ég ætli ekki að skrifa meira, heldur bara ég ætla ekki að skrifa meira. Vonandi lagast þetta hálsdæmi, eða bara það komi ekkert.
Unnur Birna 22:05 #