mánudagur, júní 06, 2005
Nú er ég á Selfossi, og það er RIGNING! Gat það verið? Nei, það er aldrei rigning á Suðurlandi. Enda sögðu allir Selfyssingar og Reykvíkingar, því það rigndi aldrei þessu vant í bænum líka: "Ah, maður er nú bara búinn að þrá rigningu, það er búið að vera svo gott veður í alveg mánuð!" eða "Ah, loksins kemur rigning, maður er búinn að bíða eftir henni (í þær tvær mínútur sem að rigndi ekki)."
-Já, einmitt, eins og maður hafi ekki heyrt þetta áður. Dæmalaust og óstjórnlega fyndið.
Var í stúdíói í allan dag, fór síðan á Rauða kross fund með ömmu þar sem sýndar voru myndir frá hjálparstarfi í Serbíu og Svartfjallalandi. Mig langar til Afríku og út um allan heim. En ... spænskumælandi landið bíður, óóójá!
En!! Eitt enn. Amma og afi gáfu mér Citroëninn, því þau keyptu sér í sumar glænýjan X-Trail. Svo! Ég á bíl óóóóóójááá!
Unnur Birna 19:17 #