miðvikudagur, júní 22, 2005
Nú er ég á bókasafninu á Ísafirði. Ég er að bíða eftir fluginu suður og svo tengifluginu norður. Kvikmyndanámskeiðið var alveg æðislegt, frábærir krakkar frá Grænlandi, Færeyjum og auðvitað Íslandi líka. :) Við gerðum stuttmynd sem heitir "The Wedding," leikstýrð af Hilmari Oddssyni. Svo töff :) Við sáum myndina í gærkvöldi með öllu fólkinu, það var ótrúlega gaman, en hún er samt ekki alveg tilbúin. Það á eftir að subtitla hana, því hún er á fimm tungumálum, og svo setja inn tónlistina. Þetta er í raun alls engin stuttmynd, hún er tæpar 50 mínútur! Svo magnað. En þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt, maður fer heim með gleði í hjarta, meiri kunnáttu og áhuga á kvikmyndaleik og miklu fleiri vini!
Vivi, Mona, Jakob, Martin og Navarana komu frá Grænlandi,
Eyðbjört, Julia, Finnur, Bina og Johann frá Færeyjum,
Ég, Ævar, Jóel, Ragnhildur og Dísa komum frá Íslandi.
Jósa, Hilmar, Hálfdán og Sara sáu síðan um upptökubatteríið og stússið í kringum þetta.
Þetta er vika sem seint mun gleymast.
Unnur Birna 15:36 #