mánudagur, júní 13, 2005
Jæja, þá er ég komin heim út Mývatnssveitinni. Sinfóníutónleikarnir voru í gær, Messias eftir Händel var flutt, með 200 manna kór og náttúrulega Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, en meirihluti hennar var Reykvíkingar og útlendingar (= útlendingar og íslendingafólk sem býr í útlöndum) að þessu sinni. Gott að vera komin heim loksins eftir þriggja daga fjarveru. Svo fer ég á Ísafjörð á miðvikudaginn kemur. Ég er orðinn ein allsherjar útrassaferðalöng. Æ, kannske ekki útrassa, en svona krummaskuðs... útnára... Voðalega eru þetta eitthvað ljót orð, en samt ómissandi!
Já hm. Einu sinni var maður sem hét Nári. Þá sagði vinur hans: "Nennirðu ekki að koma út Nári?"
Systir Nára hét Skuð. Sameiginlegur vinur þeirra beggja hét Hrafn, en var alltaf kallaður Krummi. Krummi týndist eitt sinn og spurði Nári systur sína: "Heyrðu, veistu hvort eitthvað hafi sést til Krumma, Skuð?"
Unnur Birna 11:53 #