föstudagur, maí 13, 2005
Tónleikarnir hans Teits voru flottir! Til hamingju Teitur, ef þú lest þetta! ..og líka þótt þú lest þetta ekki.
Mínir tónleikar eru á morgun klukkan tvö. Vá, þegar Teitur steig á svið þá varð ég svo ótrúlega stressuð að ég hélt að ég myndi fá hjartaáfall... ég var að ímynda mér að ég ætti að fara að spila. Almáttugur minn. Í hléinu hakkaði ég í mig súkkulaði, alveg óvart, en ótrúlegt - ég róaðist við það!
Ég veit ekki hvernig ég á að fara að þessu... éta allar anti-stress remedíurnar (hómópatalyf) sem Ævar gaf mér fyrir prófið mitt.
Einu sinni voru síamstvíburar sem hétu Leikar. Þeir ferðuðust um og spiluðu á sekkjapípu, það er frekar erfitt, en þeir náðu voða fínum tóni úr pípunni, enda kom maður til þeirra og sagði: "Afskaplega hafið þið góðan tón, Leikar!"
Unnur Birna 22:03 #