Unnur fíólín
Somewhere, over the rainbow!
N ts n ts
Tyrklandsmyndir
Aðrar myndir
Dagný Halla
Eyþór
Auður Brá
Annalísa
Ísa-Dísa
Huldargh
Sunna
Sesselía
Theodóra
Hrafnhildur
Melkorka
Margrét
Steinunn
Auður
Sirrý
Jóna
Zoe
Ari
KIP
Olga
Keli
Ævar
Guðni
Andri Freyr
Andri Már
Rakel Kemp
Dagný Jóhanna
Kristín Helga
Þorleifur
Pétur Örn
Rígurinn
The Wedding!
Póllandsblogg
Ferðasaga frá Póllandi
Bekkurinn minn U-ið

Yeah, aha, aha
Flugheimur
Orðabanki
Veður
Boeing
Djangojazz
Robin Nolan Trio
George Washingmachine

Jáneineinei!



This page is powered by Blogger. Why isn't yours?

mánudagur, maí 23, 2005

Jæja. Þá er hium ofsafengna degi lokið. Loksins. LIM próf og tónlistarsögupróf. Og þeim er lokið. Það er svo heimskulegt, allar þessar kenningar Freud um Ödipusduldina, geldingaróttann og Narcisduldina eru séðar út frá körlum. - Búnar til af körlum, eru um karla, eru frá körlum og eru almennt út frá karlmönnum. Og svo röfla þeir endalaust um það hversu mikið öðruvísi þeir eru en konur. Hvernig stenst þetta þá um konur? Sagt er að þessi Ödipusduld sé þannig að manneskja vilji losna við foreldri af sama kyni, en á í oftengslum við gagnkynja foreldrið. - Sonur vill losna við föður og þá giftast móðurinni. En svo kemur hann að því að segja að þegar listamaður velur sér listamannsnafn gæti það verið vegna Ödipusduldarinnar, losna við föðurinn - því jú, föðurnafnið er yfirleitt með. En hvað með konur? Þær ættu þá að vilja losna við móðurina, en hva, taka þá einungis konur sem kenndar eru við mæður sínar upp listamannsnöfn?

Getur þetta verið svona? Þetta er einum of þröngsýnt og fáránlegt til að geta verið satt. Ég meina, auðvitað, karlar á þessum tímum voru náttúrulega bara algerar rembur og vissu ekkert annað en sjálfa sig. Eins og Símon Jóh. Ágústsson, höfundur bókarinnar 'List og fegurð' sem ég beini öllum frá, segir: "Karlinn er virkur og konan er óvirk." Já, er það? KEMUR!

Unnur Birna 22:35 #


Comments: Skrifa ummæli


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
Hybrid Genesis.com
Myndir: Stock.XCHNG