miðvikudagur, maí 11, 2005
Jæja. Tónleikarnir nálgast. Náði í plakötin í dag, en það er ekki séns að ég fari að hengja plaköt af mér út um allan bæ... aftur. Nógu slæmt var sjá Rígsplakötin úti um allt. "Já, góðan daginn, ég heiti Unnur Birna og kýs að hafa plaköt af mér úti um allan bæ. Takið eftir mér!!" - verri gæti athyglissýkin varla verið. Æ, æ, ofstuðlun.
Ævar var eða bara (Æ + 2var) að taka upp viðtöl við Rígslið í dag og er ennþá að því, en ekki fæ ég frið fyrir honum, því það er kveikt á útvarpinu og Vitinn í gangi. Það er erfiðara en maður gerir sér grein fyrir að vera í svona viðtali þegar camera er ofan í andlitinu á manni... man eftir þessu þegar við sýndum Chicago, svooo erfitt!
En allavega, þá verða þessi viðtöl ásamt fleiru sem aukaefni á Rígs-DVD-inu. Eða... mátti ég örugglega ekki segja frá? Æ, of seint.
En góða veðrið bíður ekki, ekki fiðlan mín heldur en vöðvabólgan bíður alveg róleg og virðist ekkert vera að flýta sér.
Best að gera eitthvað í þessu.
Unnur Birna 19:19 #