sunnudagur, maí 15, 2005
Jæja, þá eru tónleikarnir búnir. Ég hef aldrei verið eins stressuð á ævi minni held ég bara. Þetta var meira stressandi heldur en að standa fyrir framan 6000 manns tvö kvöld í röð (ca.12000 manns eina helgi) síðasta sumar í Laugardagshöll. Hre hre hre.
Það virðist bara vera þannig andrúmsloft í tónó að maður er að drepast úr stressi þegar maður er að spila á tónleikum, skil þetta ekki.
En eftir tónleikana kom hellingur af fólki í heimsókn, ég fékk fullt af gjöfum og blómum og mér leið hreinlega eins og ég væri að fermast. Inga Lóa, systir Ævars var samt að fermast í dag, já ég þarf að hringja í hana, ég komst ekki í veisluna.
En ég fór í messu í dag, og ég sá þar mann sem leit alveg eins út og hin fullkomna teiknimyndapersóna. Ég ætla að búa til nýja teiknimyndaseríu og ég veit alveg um hvað hún á að vera!
En hljómfræðipróf er á þriðjudaginn. Einn brandari í tilefni af því:
Einu sinni var stelpa sem hét Fræði. Hún átti foreldra sem hétu Íb og Bi og voru þau bæði hljómfræðikennarar. Hún var eitt sinn að skrifa hljómaröð í cís-moll, og skrifaði Fís-dúr í V. sæti í stað Gís. Þá sögðu foreldrar hennar: "Nei, þú verður að skrifa réttan hljóm, Fræði!"
Unnur Birna 18:49 #