laugardagur, maí 07, 2005
Búin með fiðluprófið og búin með píanóprófið!! Nú eru það bara tónleikarnir og hljómfræðipróf daginn áður og svo tónlistarsögupróf. Svo náttúrulega tungumálaprófin og LIM í MA.
Rígspartý var í gær, gaman að hitta alla aftur, það eru allir svo góðir saman. Ævar kom óvænt á fimmtudaginn var með rútunni og fór í dag og kemur síðan aftur á mánudaginn. En með flugi.
Það var einu sinni kona sem hét Vél. Hún var á flugvellinum í Reykjavík og þá gekk gamal vinur hennar að henni, sem hét Sæll, benti á listann yfir flug dagsins og spurði: "Ert þú að taka þetta flug, Vél?" Vél svararði játandi og spurði á móti, hann sagði einnig já og svo var kallað út í vél. Þá sagði Vél: "Jæja, þetta er okkar flug! Komdu, Sæll!"
Unnur Birna 16:48 #