
mánudagur, apríl 18, 2005
Jæja, ég vil byrja á því að þakka öllum kærlega fyrir sem hrósuðu Rígnum og gáfu mér skemmtileg komment. :)Mér þykir mjög vænt um það, og krakkarnir skrifuðu svo fallegt til mín leikskránna, allir eru svo góðir núna.
Ég var að lesa gamla sögu sem ég skrifaði í 1. bekk og ótrúlegt en satt, þá er eins og ég hafi verið að skrifa um framtíðina, akkúrat það sem stendur í sögunni er að gerast núna! Skyggnigáfa... ahh!
Rígurinn er búinn, en ekki búinn að vera, jú búinn að vera skemmtilegur, en honum er vonandi ekki alveg lokið. Það verður að gera e-ð meira með hann, alltof mikil vinna var lögð þetta handrit og í þessa sýningu til að hætta núna. Eitthvað verður að koma á eftir!
Ég er algerlega að vanrækja þetta blogg, heldur betur og ætla ég því að hverfa héðan úr stúdíói. Vitaþátturinn hans Ævars var uhhhnaður, ég ákvað umfjöllunarefni, auðvitað voru það KETTIR :) Takk Ævar minn.
En ég er þá farin sjúbbídú og gelgj gelgj.
Unnur Birna 19:33 #

