laugardagur, apríl 23, 2005
Elsku fólk! Þið talið svo fallega! (sbr. ritdómunum sem eru skrifaðir við 18. apríl)
Ég svíf á skýi!
En nú er Rígurinn búinn - í bili, það er svo gaman þegar það kemur fólk upp að manni og segir hvað þetta hafi nú verið æðisleg sýning, alveg bláókunnugt fólk stundum! Ohh... la vie. Svo kemur Ævar á mánudaginn, það er ekki langt þangað til, nehei.
En já, ég æfi mig og æfi mig fyrir blessað prófið. Ég spilaði á tónleikum um daginn, ég byrjaði ekkert stressuð, en svo allt í einu fattaði ég að ég var að spila fyrir fólk (báða tónleikagestina...) Æ, já ég skil ekki af hverju það er verið að halda svona tónleika (jújú æfa okkur fyrir burtfarartónleika, ég skil), en það hefur enginn gaman af því að vera þarna, hvorki þeir sem eru að spila né þeir sem eru að hlusta...
Öll lögin eru líka alltof löng og með alltof mörgum endurtekningum og maður bara bíður...
Ég ætla bráðum að tala um femínisma og óþolandi skilaboð sem maður fær í gegnum auglýsingar, sjónvarpsefni og BARNAEFNI sem er MJÖG slæmt. En nú verð ég að halda áfram að æfa mig, er að fara í leikhús á eftir.
SSelb.
Unnur Birna 17:49 #