laugardagur, mars 12, 2005
Var að koma af árshátíð Akureyrarbæjar, sem hefur einhverra hluta vegna verið stimpluð sem 'misheppnuð hátíð.' Ég veit ekkert um það, var bara í skemmtiatriði. "Sameiginlegi kór MA og VMA, syngur skólasöng MA"
Ég var Ugla Tryggvadóttir að stjórna kórnum, og það var ótrúlega gaman, en þetta á allt að gerast á sýningu Rígsins, ásamt fleiru. Kórinn á að gera ALLT sem ég segi... eða geri með höndunum. (ótrúlega fyndið sko tah!)
Nú er hinn unaðslegi Þorleifur (Arnarsson Jónssonar leikara og Þórhildar Þorleifs) búinn að berja (hlaupa) aga í alla og nú gerist þetta hratt fyrir sig. "Stærsta sýning sem sett hefur verið upp norðan heiða!" - ef Þorleifur ætlar sér eitthvað verður það.
Mmmm... ég er að borða risastórt jarðarber, Ritzkex ýmist með Camembert eða túnfisksalati og drekk eplasafa í hvítvínsglasi.
Og nú er best að klára Oscar Peterson ritgerðina.
www.rigurinn.blogdrive.com
Unnur Birna 22:20 #