þriðjudagur, mars 22, 2005
Glatt er á hjalla
Jæja, það er þá til blogg já hm. Nú er komið páskavinnutími. Leiklistaræfingar á hverjum degi. Keli frændi fluttur inn því vistarbúum var hent út. Hafliði, Guðni og Hildigunnur og fleiri búa síðan í Helgamagrastrætinu á ská á móti, við erum sem sagt Helgamagrakommúnan. Bjuggum saman til mat í gær og borðuðum hann áður en við fórum á seinnilotuæfingu. Ég á víst að fara í hárgreiðsludæmi í kvöld, úff, hvernig ætli maður verði... Allt fyrir leiklistina jájá. Svo eigum við Keli (Ugla og Logi) að vera á plakötunum sem verða hengd út um allt, þau eru svona aðal-rígs-milli-skólanna-fólk. Já. Við fórum á Karólínu í gærkvöldi, Þorleifur birtist þar og var mikið rætt og spjallað. Þetta er fínt. Við fáum síðan smá, örlítið páskfrí yfir super-hátíðisdagana. Þá verð ég víst að fara suður að spila á plötur.
Þetta er fínt, ég þoli ekki að vera í löngu fríi. En best að skella sér í sturtu og vekja Kela.
Góðan dag.
Unnur Birna 09:53 #