þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Dzien dobry.
Já, það er víst kominn febrúar.
Í dag lærði ég að telja upp á tíu á pólsku.
Auður Brá og Annalísa og Bogga og Hermann eru að koma.
Ég finn að ég er að kvefast.
Það er öskudagur á morgun.
Ég er í 2 tímum í skólanum á morgun.
Ég er í tónó á morgun.
Það er námskeið fyrir tónmenntakennara á morgun, sem pabbi vill að ég fari á vegna Tónræktarinnar.
Allur snjór er farinn.
Hann er ekki velkominn aftur.
Ég er farin, en alltaf velkomin aftur.
Unnur Birna 22:00 #