mánudagur, janúar 17, 2005
Yfirlýsing mikil og stórmannleg:
- Ég undirrituð, mun frá og með þessum degi heita Unnur Ísafold. Upphaflega átti ég að bera þetta ágæta nafn, en eitthvert var hik á foreldrum mínum er þau skírðu mig, og skírðu mig þess vegna ekki þessu nafni þegar þau áttu að gera það. Þetta nafn, Unnur Ísafold, á betur við, og er mun ágætara listamannsnafn heldur en Unnur Birna. Einnig er það sérstakara og ekki eins algengt. Nú þarf aðeins að láta þjóðkirkju og allt Ísland vita af þessum stórtæku breytingum. Takk fyrir. -
Unnur Ísafold Björnsdóttir.
Unnur Birna 23:08 #