föstudagur, janúar 14, 2005
Nú er hef ég fimm daga próflesturspása
fyrir efnafræðiprófið,
LIM og ensku. EN!
Íslenskuprófið var ekki eins hræðilegt og ég hélt! Ég hringdi í örvæntingu minni í mömmu á leiðinni í prófið, ég ruglaði öllum þessum köllum saman og þeir þurrkuðust sitt á hvað út úr hausnum á mér. Allir hétu þessir löngudauðu karlrembur Jón eða Bjarni. Og þeir þóttust geta skrifað ljóð. Huh, skáldkonurnar voru miklu betri, enda fékk ég að láta mitt feminíska ljós skína í lokaspurningunni - skáldkonur á 18. og 19. öld. Ég reit nöfn allra þeirra sem ég best mundi, Klambra-Guðnýjar frænku þar á meðal, og sagði frá bókmenntastörfum þeirra. Svona undir lokin var ritgerðin orðin heiftarlegur feminískur áróður, en ég varð að hætta að skrifa, því tíminn var búinn. Endaði ritgerðin svo á þessum orðum:
-áfram konur!
Unnur Birna 23:33 #