sunnudagur, desember 12, 2004
Vahá!!
Ég vaknaði klukkan níu í morgun, því Nonni Boggi, næst elsti kötturinn, heimtaði að fara út. Tveimur sekúndum eptir að ég vakna byrjar að droppa úr nefinu á mér, eptir aðrar 2 sek. er stórfljót inni í nefinu mínu sem fossar að lokum út. Ég gríp um nefið og hleyp inn á bað, en blóðfljótið streymir í allar áttir, þannig að ég drukkna næstum því. Ég var heppin að blóðið frussaðist ekki út um kokhlust eyrans líka. Í þau fáu skipti sem ég fæ blóðnasir þá blæðir ferlega mikið, djsí maður. Ég er reyndar búin að vera kvefuð þannig að þrýstingur á litlar aumingjaæðar getur hafa orsakað þetta, eða eitthvað.
Gaman að tala um blóðnasir, nóðblasir. Ég er að hlusta á tónlistarsögutóndæmin, próf á morgun. Sumt er flott en annað er alger hryllingur.
Ég ætla að verða kórstjóri í einhverri kapellu í útlöndum og hafa kórinn ferlega agaðan og ótrúlega góðan. Vá, hvað ég elska kóramúsík. Ég var að koma úr messu og við fórum niður í kapellu sem er nýbúið að gera upp, og hlustuðum á kórinn syngja. Ótrúlega flottur akústískur hljómburður þar núna eptir að teppið fór. Úhú!! Carmínutextagerð og tónlistarsaga bíða!
Og.... Hammondinn verður heima um jólin!! Ekki í æfingahúsnæðinu! Fólk veit hvar ég verð um jólin sem sagt. Ég mun slást við pabba um að fá að vera niðri í stúdíói og spila. BTW, þá er ég búin að ná Sylviu með Focus, sem er lag ársins sko. Hello Mr. Hammond!
Unnur Birna 13:00 #