
föstudagur, nóvember 05, 2004
Vá, hvað mér finnst tilgangslaust að blogga...
Og oj, hvað þetta er ljótt orð!
Var að koma úr MareXtíma, við vorum látin hlusta á fiðlusónötu eftir Hallgrím Helgason tónskáld og jeminn, það var kvöl og píning að hlusta á það. Dempararnir í eyrunum unnu sína vinnu eins og brjálaðir væru, og ég fékk stingi út um allan líkamann og ósjálfráðar andlitshreyfingar voru í algleymingi. Þetta var eitt það hryllilegasta sem ég hef 'eyrum barið'
Fór annars í bíó í gærkveldi með Sirrý, Sigga tromm og Alberti. Myndin hét The Forgotten eða eitthvað álíka, og var alveg jafn furðuleg og síðasta mynd sem Sirrý valdi ;) Hún var fín, vel leikin og ótrúlega flott umhverfi, sérstaklega flott hvernig hárið á aðalleikkonunni fittaði vel inn í haustlitina.
Nú ætla ég að halda áfram með Ray Charles ritgerðina mína, kannske byrja á Búdapest greininni minni og æfa mig á fíólínið ógurlega.
Unnur Birna 18:40 #

