þriðjudagur, nóvember 30, 2004
Árshátíðin búin. Hún var mjög skemmtileg, en mjög mikið að gera fyrir hana og þess vegna var ég í stresskasti að láta mömmu greiða mér tuttugu mínútum áður en ég fór á hátíðina. Svo rættist vel úr kvöldinu :)
Swingið hjá Alberti og Sólveigu var frábært og ég gat ekki tekið niður brosið allt kvöldið! Við Albert dönsuðum mikið á ballinu, ekki einhverja bjánalega 'hoppa sparka snúa-dansa' nei, heldur alvöru. Hann er unaðslegur dansari og ég fékk að finna fyrir því. Jæja, ég satt að segja nenni alls ekki að blogga lengur, myndi frekar vilja skrifa sögur eða eitthvað sem vit er í hérna. Ég er bara svo þreytt og hálflasin eftir marga ósofna tíma og litla næringu, stress og allt-á-fullu-i.
Ég ætla að fara að sofa, góða nótt.
Unnur Birna 22:22 #