
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Núnú, ég bara dugleg að færa inn í tölvudagbók. Það liðu ekki 2 vikur, eða mánuður eins og síðast...
(Um löngu helgina skrifaði ég heila ritgerð, gerði vinnubók í efnafræði og enskufyrirlestur, því ég var viss um að ég ætti að skila því í DAG. En, nei. Ritgerðinni á ekki að skila fyrr en eftir 2 vikur, heimadæmunum einhverntímann ég veit ekki hvenær (ég átti ótrúlega erfitt með að reikna sum dæmin, ekki nema von, við erum ekki búin að læra hvernig á að reikna þau...) og enskan verður ekki fyrr en eftir 1-2 vikur. Alveg, ég hefði getað slappað af um helgina!!! (af hverju skrifaði ég 'alveg' btw) En nei. Aldrei fæ ég að slappa af. Nú þarf ég að klára Búdapestgreinina, fyrir 18. nóv. (það breytist örugglega þannig að ég þarf ekki að skila henni fyrr en í vor).
Svo í dag var þaut ég um bæinn eins og raketta, lék leigubílsstjóra fyrir fjölskyldu mína. Þar sem fjölskyldumeðlimir eru ekkert sérlega skipulagsgjarnir (systir mín) eða stundvísir (móðir mín)þá þurfti ég alltaf að keyra heim á milli hvers staðar, til að ná í e-ð sem Dagný gleymdi. Alveg ótrúlegt. Svo var unaðsleg strengjasveitaræfing þar sem lá við að við spiluðum Gamla Nóa unison.
Hver í ósköpunum hefur áhuga á að vita hvað ég gerði í dag? Ekki hefði ég áhuga á því, maður. Vonandi les þetta enginn. N ts n ts...)
Unnur Birna 18:45 #

