mánudagur, nóvember 15, 2004
Æ, hvað þessi laugardagur var leiðinlegur. Að hanga uppi á sjúkrahúsi með óbærilegan verk fyrir brjósti, vera hartalínurituð, blóðþrýstingsmæld, röntgenmyndatekin, blóðprufuð og spurð. En ekkert alvarlegt er að, millirifjagigt heitir það og hafa víst margir þjáðst af því. En ég er neydd til að taka voltaren rapid, bólgueyðandi við því og vonandi lagast þetta. Ég missti af báðum bekkjarpartýjunum sem haldin voru um helgina, ég er nú ekkert í rusli yfir því, enda ekki mikið partýljón hér á ferð.
En ég þarf að nærast eitthvað áður en ég fer á Chicago æfingu, ég á að syngja All that jazz á árshátíðinni og fæ að dansa við minn ástkæra Albert hinn mikla.
Sirrý er að missa sig út af illri umgengni afgreiðslufólks í skólasjoppunni, hehe, Sirrý mín, þetta verður allt í lagi!
Og svo, ef það hefur eitthvað farið milli mála, þá er ég Jómfrú Unnur.
Unnur Birna 19:10 #