Unnur fíólín
Somewhere, over the rainbow!
N ts n ts
Tyrklandsmyndir
Aðrar myndir
Dagný Halla
Eyþór
Auður Brá
Annalísa
Ísa-Dísa
Huldargh
Sunna
Sesselía
Theodóra
Hrafnhildur
Melkorka
Margrét
Steinunn
Auður
Sirrý
Jóna
Zoe
Ari
KIP
Olga
Keli
Ævar
Guðni
Andri Freyr
Andri Már
Rakel Kemp
Dagný Jóhanna
Kristín Helga
Þorleifur
Pétur Örn
Rígurinn
The Wedding!
Póllandsblogg
Ferðasaga frá Póllandi
Bekkurinn minn U-ið

Yeah, aha, aha
Flugheimur
Orðabanki
Veður
Boeing
Djangojazz
Robin Nolan Trio
George Washingmachine

Jáneineinei!



This page is powered by Blogger. Why isn't yours?

miðvikudagur, október 20, 2004

Jæja, nú er ég komin frá Búdapest, reyndar fyrir dálitlu síðan. Mér hefur ekki gefist tími til að setjast við þessa tölvu og skrifa ferðasöguna. Vel á minnst, ég er að fara í fiðlutíma eftir 20 mínútur.
En Búdapest er frábær borg. Ótrúlega hrein, ekki tyggjóklessa á götunum og hvað þá hundaskítur. En ALLIR reykja, það er óþolandi, en það er ekki sígarettustubbur á götunum!

Og, já, við amma fórum saman. Það var ótrúlega skemmtilegt, og fyrsta kvöldið löbbuðum við á einhvern matar-bar-stað sem hét Calvin og fengum furðulegustu samlokur sem við höfðum séð. Brauðið var hnöttótt og alveg ótrúlega stórt, eins samloka var alveg full máltíð handa fjögurra manna fjöslkyldu.
En þegar við vorum að ganga, ekki bara fyrsta kvöldið, heldur annað, þriðja og fjórða og alla dagana líka, þá mætti maður svoooo fallegu fólki að maður féll í stafi, eða svoleiðis. Svo á veitingastöðunum voru bara sætir þjónar, (það fyrirfundust reyndar nokkrir ekki alveg jafn fagrir og aðrir) og allsstaðar voru sígaunar að spila! Amma glopraði alltaf út úr sér að ég spilaði á fiðlu og þá réttu alltaf fiðlararnir fiðlunum að mér. Ég harðneitaði að spila, enda var hellingur af fólki í kring og hvað á ég svosem að spila þegar svona snillar hafa sýnt listir sínar fyrir framan milljónir manna...?

Á föstudeginum fórum við í kynnisferð um borgina, sem var ekkert nema ótrúleg snilld. Gellert hæð, "Frelsisstyttan," höllin, Kastalahæð, þinghúsið og að lokum markaðurinn stóri þar sem afgreiðslufólk prúttaði við sjálft sig.
Um kvöldið var sigling á Dóná og þar borðuðum við kvöldverð. Það var ótrúlega gaman. Það kviknaði í húsi fyrir neðan höllina og við horfðum á eldinn breiðast út. Allir Íslendingarnir sem voru nálægir rifu upp myndavélarnar...

Á laugardeginum vorum við alveg frjálsar og fórum við á Vacyi Utca, göngugötuna og um kvöldið borðuðum á æðislega fínum veitingastað með ferlega fögrum þjónum.

Verðlagið er fáránlega lágt, eiginlega æðislega lágt. Maður gæti vel lifað góðu lífi ef maður myndi bara leigja út húsið sitt hér á Íslandi og fá íslenskar krónur í forintum. 75000 kall á mánuði er um 200000 forintur. En meðallaun fólks í Ungverjalandi er um 30000 ísl. kr.

Á sunnudeginum fórum við í listamannabæinn Sentendre og fórum í ungverska messu. En ég verð að fara, fiðlutíminn minn er rétt óbyrjaður!

Meira um Ungverja seinna.

Unnur Birna 16:34 #


Comments: Skrifa ummæli


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
Hybrid Genesis.com
Myndir: Stock.XCHNG