fimmtudagur, september 30, 2004
Tjajæja.
Ég fann bók. Skrifa-í bók. Og þetta er bók sem enginn má lesa, ekki einu sinni ég. Þetta er hörmung. Ég opnaði bókina einhversstaðar og rak augun í ljóð. Ástarljóð sem ég skrifaði þegar ég var 13 eða 14 ára. Ó mæ, hvað ég var væmin, dí maður. Ég er að fletta bókinni núna... Ó JIII!! Þessi skelfing er ekki aðeins á íslensku! Neinei! Ensku líka! Ég á ekki eitt einasta orð...
Svo stendur á annarri hverri síðu nöfn píanóleikara... Kjartan Valdemarsson, heimilisfang, kennitala, símanúmer, gsm... Ji, ég er orðlaus. Ég var ekkert venjuleg, ehm, hef reyndar lítið breyst, nema hvað að ég sem aðeins minna af ástarljóðum til píanóleikara.
En sný ég mér þá að núinu. Ehm, eða þ.e.a.s. að gærinu. Við Sirrý vorum nefnilega á Bláu könnunni í 4 tíma. Fórum svo heim í mini matarboð og horfðum svo á eitthvað í televísjóninu. Svo skreið ég upp í rúm og rotaðist, dreymdi að ég væri að reyna að hlaupa upp stigana á Heimavist MA, (sem mér fannst allt í einu vera sjúkrahús), í þungum stígvélum og ég komst aldrei almennilega upp tröppurnar, datt alltaf og þurfti að lokum að taka af mér fótabúnaðinn.
Já, þetta er spes. Ég er að drepast í eyranu, vona að ég sé nú ekki að drepast í alvörunni... Áætluð ferð til Búdapest er á fimmtudaginn.
Pletz
Unnur Birna 18:23 #