
miðvikudagur, ágúst 18, 2004
Gestagangur hefur aldrei verið meiri í sögu fjölskyldunnar.
Nína frænka kom í júlí og var í 4 daga og sama dag og hún fór komu Tóta og Svala, síðan kom Hildur Hlíf, svo fóru Tóta og Svala, þá kom Bogga og fjölskylda og voru í 2 daga, birtist þá Árni Áskels og alltaf eru Anna Sigga og Wolf hérna því þau eru nýflutt, svo fór Árni og þá komu Kalli, Agnes og Magnús Freyr og svo fóru þau með Hildi og svo kom Hjörleifur frændi slagverkari og Labbi daginn eftir... og er nú Labbi farinn að labba á Snæfell og er að spila fyrir austan og við mamma erum að fara á tónleika í Akureyrarkirkju þar sem Hjörleifur er að spila, en hann fer austur á morgun og ég hætti í fríinu mínu á Eddu.
Jæja, þá er að snúa sér að KÚBU. Nú er sagt að það muni verða fimbulkuldi á Íslandi og þá er nú alveg kjörið tilefni til að flytja til Kúbu. Ekkert annað í stöðunni!
Svo á Ísland að verða Hawaii Atlantshafsins... Trúverðugt, ha?
Jájá, en Kúba er sko alveg málið ójá!
En ég var að koma úr sveitinni að ná í systur mína sem á vinkonu þar. Það var frábært að koma þangað, það minnti mig svo á þegar við vorum á Laugum og ég heima hjá Huldu að borða heimagerðar kökur og fara í fjós og reka kýr og vesenast. Það voru alveg ágætis tímar.
Hulda er komin frá Spáni!! Það er frábært! Það fyndna er að við höfum aldrei á okkar vinkvennaferli rifist, aldrei held ég bara! Er það nokkuð Hulda? Eigum við nokkuð að vera að taka upp á því núna á efri árum? ;)
Unnur Birna 18:46 #

