laugardagur, júlí 24, 2004
Músin sem drapst meðan apinn slapp
Jæja, hvert er stefnir þetta samfélag vort? Nú sá ég í Fréttablaðinu að 26 ára ófrísk kona var dæmd í 5 ára fangelsi fyrir að vera gripin með 5034 (og hálfa???) e-töflur. Hún fær að afplána dóminn í fangelsinu í Kópavoginum, því þar er aðstaða til að vera með börn. Ó, en hvað það eftirsóknarvert að vera fædd í fangelsi og alast upp þar í 5 ár. Það sem verra er að manneskjan á 5 ára krakka í Hollandi.
Alltaf er hægt að níðast á konum og sérstaklega óléttum, þjáðum, fátækum og meira að segja er ennþá vottur af rasisma; svörtum !
Eins og t.d. með grey manneskjuna sem fannst með eiturlyf inni í sér. Í framandi landi og skildi ekki neitt. Notuð sem burðardýr. Hræðilegt!!
Svo eru karlar sem berja og misþyrma konum sínum og jafnvel börnum líka dæmdir í nokkra mánaða fangelsi fyrir það ef það er þá gert. Varla hægt að kæra. Á ekki bara að segja við þessa antiscottish "Þetta var bara konan þín, jájá, þú mátt bara fara." Svo kemur kona og gerir eitthvað sem er ekki eins alvarlegt eins og að berja, kvelja, misþyrma, beita ofbeldi o.s.frv. og hún er dæmd í margra ára fangelsi !
Þekkir fólk ekki mörkin? Hvar er dómgreind dómstóla...
Þetta er rugl. Ég ætla að flytja til Andrómedu, eða eitthvert eins langt frá jörðinni og ég kemst.
Unnur Birna 11:42 #