laugardagur, júlí 10, 2004
Þetta er skrifað á föstudagskveldi, eftir miðnætti, ekki á laugardegi eins og fram kemur hér að ofan.
Útdráttur gærdagsins:
Í gærkvöldi voru tónleikar í Deiglunni þar sem frænka mín, Guðlaug söngkona og Vignir maðurinn hennar og píanóleikari léku ásamt bassaleikara, trommara og gítarleikara hreinasta jazz.
Afrek dagsins í dag:
Músið hálað. Reyndar bara grunnur settur, en málningin kemur um helgina í sama lit og grunnurinn.. Neðri hæðar gluggar málaðir einnig, gluggar á neðri hæð hvítir og á efri rauðir. Ég málaði jú reyndar eldhúsgluggann uppi, ég þoli ekki þann sem málaði þetta rautt, hve mörg eru öll þau skúmaskot sem til etu á einum gluggaramma! (þar sem glugginn opnast á heimskulegan máta)
Frasi dagsins:
'Já, þetta er mammahansogpabbi-bíll.' (mættum strák á foreldrabíl)
Óhapp dagsins:
Ingvar (málar húsið með oss) hrundi úr 10 m háum stiga, var samt bara í 3. tröppunni, en kútveltist niður á jörð.
Lag dagsins:
To learn how to fly
og síðast en ekki síst kemur síðasta setning dagsins, valin með tilliti til veiði úrbeinaðra ýsuflaka í Karíbahafi:
'Ég bið ekki að heilsa honum.'
Unnur Birna 00:10 #