þriðjudagur, júní 22, 2004
Jahá!
Deep Purple tónleikarnir eru annað kvöld, þeir fyrstu og þeir seinni hinn. Æfingar búnar að vera núna síðustu 2 vikur og flug milli AK og RVK aldrei verið fleiri. Það er ótrúlega gaman á æfingum, ég stend við hliðina á "Jesus Christ Superstar" og "Hver setti glerbrot í vaselínið" - Pétri, syni Gumma og það er ekkert fyndnara! Hann er óóóótrúlega fyndinn, ég er að deyja úr hlátri bara alltaf. Á einni raddæfingunni söng hann "Ójá, við hötum frelsi," og við Guðlaug Labbadóttir fylgdum með án þess að fatta neitt. Textinn á að vera "Ójá, við viljum frelsi..."
En já, ég dó endanlega úr hlátri á æfingunni í dag, og vona að ég verði lifnuð við annaðkvöld.
En já, JÁ! Ég mun koma til með að spila á hvíta rafmagnsfiðlu! FENDER fiðla, yeah, coooooool. Pabbi verður með ekta Hammond og Lesley og já, þetta verður örugglega gaman!
Unnur Birna 23:35 #