þriðjudagur, júní 01, 2004
Ég sé trén dansa úti í garði.
Það er vindurinn sem lætur þau gera það.
Hann ræður því hvað hreyfist úti.
Hann hefur völdin.
Vindurinn er stríð milli heita og kalda loftsins.
Stríð.
Hver er sterkari, það kalda eða það heita?
Það kemur í ljós í vindinum.
Það er barist og barist.
Ekki tekið tillit til þeirra sem úti eru.
Kalda loftið fer hraðar-
Heita loftið hraðar en það.
Kalda ennþá hraðar.
Svona heldur þetta áfram
þangað til rokið er orðið svo mikið
að tré fara að slíta sig upp til að vera með í leiknum.
Þökin rífa sig af húsunum.
Fólk tekst á loft.
Svo endar allt í einni hringiðu.
Fólkið, hlutirnir, dýrin.
Þau eru þarna, hvort sem þau vilja
eða ekki.
Vindurinn er skapaður af tveimur eigingjörnum verum,
heitu og köldu.
Þau hugsa bara um eitt,
keppni.
Það hugsa svo margir um keppni.
Um að vera fyrstir, bestir.
En hverju skiptir það?
Sá sem vill keppa við annan
og veit að hann er betri,
til hvers er hann þá að keppa?
Bara til að valda öðrum óþægindum?
Eða sýna sig?
Hann þarf þess ekki,
því hann veit hvað hann er innst inni.
Allir eru jafnir.
Allir líkir,
en samt mjög ólíkir.
Eins ólíkir og hægt er að vera.
En samt líkir.
Eins og heitt og kalt.
Mjög ólík,
en samt bæði loft
sem sameinast í vindinum.
Vindurinn,
sambland af tveimur keppnisóðum verum,
heitu og köldu.
-Ég í gamla daga, 14 ára þá.
Unnur Birna 20:49 #