mánudagur, júní 28, 2004
Deep purple!
Jæja, þá er ég komin heim eftir langan tíma að heiman. Fór 18. júní og kom 28. júní.
Síðustu æfingar fyrir tónleika, tónleikar 1 og tónleikar 2. Mánar hita upp fyrir Deep Purple.
Fyrstu tónleikarnir voru skemmtilegir, ég kom mér í mjúkinn hjá hljóð- og hjálpargaurum, 'litlu svörtu kallarnir með appelsínugulu böndin,'og þeir leyfðu mér að borða matinn þeirra! Ég var ekkert lítið spennt og nervus þegar við áttum að fara á svið, ég hljóp í hringi og stökk upp á veggina í sturtuklefanum í búningsherberginu okkar. Svo löbbuðum við á sviðið. Ég hélt að ég myndi deyja á sviðinu af stressi en nei!
Þegar ég sá alla mannmergðina þá hvarf allt stress úr mér og í staðinn kom "VÁ HVAÐ ÞETTA ER GAMAN!!!!!!!" -tilfinning. Og þetta var svo sannarlega gaman! Ennþá skemmtilegra var svo á seinni tónleikunum, því þá var ég ekkert stressuð fyrir, vissi hvað myndi bíða. 6000 manns!!! Ohhh, þetta var svoooo gaman og það gekk líka svo vel!
Þarna um daginn, þ.e. sama dag og seinni tónleikarnir voru, talaði ég aðeins við Don, orgelleikarann í Deep Purple. Hann var svona mest 'næs' af þessum gaurum, heilsaði okkur alltaf á hverjum degi og brosti vinalega, ferlega krúttlegur kall! En það var samt dálítið pirrandi þegar hann var alltaf að spila á fullu þegar við áttum að vera með sándtékk, hann var ekki - eins og hinir karlarnir - með auka hljóðfæraleikara sem spilaði í tékkinu. Hann tók sín sóló sjálfur, ehm, akkúrat þegar við áttum sviðið, en hann var búinn að vera að spila allan daginn. Það var nú bara samt gaman að hlusta á hann, hann spilaði eitthvað og ég spilaði eitthvað á fiðluna við hljómana, hehe, svo tók hann svona háklassísk lög, en ég spurði hann hvort hann hefði lært klassík, "Yes, yes, but long time ago..." svaraði hann. Svo tók hann í höndina á mér (heilsaði mér og sagði) Hvað heitirðu? Hehe, hann var ekki með neina stjörnustæla! Það var frábært!
En pabbi lenti í ævintýri. Eftir fyrri tónleikana var hann að stökkva upp í búningsherb. þegar Ian Gillan stendur fyrir utan sviðið og er að fara aftur á svið eftir fyrsta uppklapp. Pabbi rekst eiginlega á hann og segir í leiðinni hafa séð þá fyrir 33 árum síðan. Ian var í uppklappsvímu og bendir tímabeltismanninum (ferlega stór dyravörður sem er svo stór að hann þarf að hafa 2 armbandsúr sem eru hvert í sínu tímabeltinu - 2ja tíma mismunur) að henda honum út. Gaurinn gengur að pabba og ætlar að vísa honum út, en pabbi segir bara "Hey, halló! Ég er hérna bara að fara inn í búningsherbergið okkar í Mánum..." og þá segir gaurinn eitthvað "Döhh, já huhh vertu þá þar... þetta eru bara reglur döhh..." Jájá, pabbi nennir ekkert að standa í neinu veseni og fer bara inn. En fyrr en varir er hurðinni hrundið upp og inn svífur Ian Gillan, hleypur að pabba og tekur utan um hann, faðmar hann og ...kannske ekki kyssir, en tekur margfalt í höndina á honum og segir "Ooo, I'm so so sorry, I didn't know.... Sorry sorry!!" Svo fer hann aftur á sið og inn kemur hr. tímabelti og hristir höndina á pabba og segir "Öhhh, fyrirgefðu mar... alger misskilningur mar... fyrirgefðu bara."
Hehe, svo á seinni tónleikunum þegar DP voru búnir að spila voru Mánar að segja pabba að fara fram, en þá sagði hann bara í djóki: "Hahh, ne-hei. Ég nenni sko ekki að fá Ian Gillan hingað að faðma mig aftur hohhh hohh."
En DP voru heilhveiti flottir, en sándið var betra á tónleikum 2, það var ekki eins hátt. Hljóðkerfið var við það að springa á þeim fyrri - og eyru fólksins. Þegar ég fór bakvið eftir að hafa verið í salnum á fyrri tónl. var ég algerlega heyrnarlaus og þá spurði Pétur mig hvort ég ætti þá ekki að fá mér bara glereyru (sbr. gleraugu). Thoh!
En þetta var FERLEGA SKEMMTILEG HELGI! Og nú er ég komin heim, og það er gott, en ég verð þó að skella mér í annað ferðalag fljótlega aftur. Heima er best!
og ég spilaði bara á mína fiðlu, fékk þá hvítu á miðvikudeginum og treysti mér ekki í það að skipta um hljóðfæri á tónleikadegi. Þekki mína fiðlu best. :)
Unnur Birna 23:27 #