föstudagur, maí 28, 2004
Jæja, þá hefur fjórði kötturinn misst karlmennskuna. Sóttum hann upp á Dýró í morgun, við mamma, og æh, greyið hvað hann er vorkunnlegur (eða vorkennilegur eins og við segjum alltaf). Simbi, albróðir hans úr fyrra goti Cornish Rex læðunnar, hvæsti bara á hann, en hann er þvílíkt gæðablóð og ekki vanur að hvæsa á nokkurn kött/mann/hlut.
En já, svona er bara lífið...
Unnur Birna 15:17 #