föstudagur, maí 07, 2004
"Æh, hvað svona er pirrandi! Fólk að ljúga upp á mann og segja að maður sé að búa til sögur og tala illa um ákveðnar manneskjur! Þetta er ekki satt! Hmm, brjálað fólk allt í kring sem ofsækir mann... eru ekki bara sjúklingar sem hugsa svona? Jú, við höldum það. VIÐ höldum það. VIÐ vitum það. Hvaða VIÐ? Nú VIÐ, sem lendum í þessu. Já, ekki er allt eins og það ætti að vera. Sumir þyrftu að fara til læknis og fá lyf, vera í spennitreyju eða lokaðir inni á deild. Þetta sagði HÚN, hvaða HÚN? Nú HÚN sem lenti í þessu, þessi HÚN á ekki að fara til læknis, heldur önnur...."
Ég er búin að segja "Góðan daginn!" við alla sem ég hef mætt, stóra sem smáa, krakka, fullorðna og gamla og það er alveg frábært að sjá hvað fólk lifnar við og brosir sínu blíðasta og svarar "Góðan dag!" á móti. Meira að segja krakkarnir ljóma! Svoleiðis á lífið að vera, ekki að brjóta niður, ég tala nú ekki um að ljúga upp á fólk! Já, lífið getur verið gott en líka ósanngjarnt.
C'est la vie.
Unnur Birna 12:49 #